Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Talnabrunnur - 1. tölublað 2026

7. janúar 2026

Nýtt tölublað Talnabrunns, fréttabréfs landlæknis um heilbrigðisupplýsingar, hefur verið gefið út.

Í Talnabrunninum er fjallað um það hvernig mannafli hefur þróast í fimm heilbrigðisstéttum á undanförnum árum. Þetta eru stéttir hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, ljósmæðra, lækna og sálfræðinga. Hér er leitast við að styðja við umræðuna með gögnum sem embætti landlæknis safnar og hefur umsjón með. Meðal annars er rýnt í hvernig fjöldi leyfishafa í viðkomandi stéttum hefur þróast með tilliti til mannfjöldaþróunar í landinu og hvernig aldursskipting innan stéttanna hefur breyst. Vonast er til að þetta varpi ljósi á stöðu mönnunar í dag og gefi innsýn í hvernig hún kunni að þróast á næstu árum.

Greinarhöfundur eru Arnar Sigbjörnsson, Védís Helga Eiríksdóttir, Sigríður Haraldsd Elínardóttir og Hildur Björk Sigbjörnsdóttir

Frekari upplýsingar
Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis
kjartan.h.njalsson@landlaeknir.is