Fara beint í efnið

Skýrsla með svörum ungmenna í tengslum við Forvarnardaginn 2023

5. júní 2024

Gefin hefur verið út skýrsla með svörum ungmenna í tengslum við Forvarnardaginn 2023.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Forvarnardagurinn er árlegur viðburður sem haldinn er í október í grunn- og framhaldsskólum landsins. Forvarnardaginn má rekja aftur til ársins 2006 en árið 2023 var átjándi Forvarnardagurinn haldinn.

Embætti landlæknis fer með verkefnastjórn Forvarnardagsins í samstarfi við embætti forseta Íslands, Reykjavíkurborg, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, Skátana, Ungmennafélag Íslands, Rannsókn og greiningu, Planet Youth, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samfés, Heimili og skóla og Fræðslu og forvarnir - samstarf félagasamtaka í forvörnum (FRÆ).

Efni Forvarnardagsins er byggt á niðurstöðum rannsókna og ræða nemendur í hópum um spurningarnar undir handleiðslu kennara. Umræðuefnið eru verndandi þættir og hvernig þeir geta stuðlað að vellíðan í lífinu. Sextíu grunnskólar og átján framhaldsskólar tóku þátt í verkefninu 2023.

Í dag, þann 5. júní kl. 17:00, verður skýrslan kynnt á opnu fræðsluerindi SAMAN-hópsins. Nánari upplýsingar um viðburðinn á Facebook. Ungmenni munu lesa tilvitnanir upp úr skýrslunni, en niðurstöður skýrslunnar og tilvitnanir úr henni hafa einnig verið kynntar á fundi Náum áttum hópsins sem haldinn var 15. maí.

Starfsfólk lýðheilsusvið