Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Sérfræðilæknir á svið eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu

13. apríl 2023

Embætti landlæknis óskar eftir að ráða sérfræðilækni á svið eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Embætti landlæknis óskar eftir að ráða sérfræðilækni á svið eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu. Sviðið hefur m.a. eftirlit með heilbrigðisstofnunum og heilbrigðisstarfsmönnum og umsjón með gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu. Sviðið tekur á móti ábendingum og rannsakar kvartanir sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir óvæntra atvika heyra undir sviðið sem og staðfesting fyrirhugaðs reksturs heilbrigðisþjónustu.

Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf sem reynir á víðtæka þekkingu, fagmennsku og samskiptahæfni. Í starfinu gefst tækifæri til að taka þátt í og hafa áhrif á gæði og öryggi heilbrigðisþjónustunnar.

Frekari upplýsingar um starfið, helstu verkefni og hæfniskröfur má finna á Starfatorgi.

Nánari upplýsingar veita:
Jóhann Magnús Lenharðsson, sviðsstjóri - johann.m.lenharðsson@landlaeknir.is
Þórgunnur Hjaltadóttir, mannauðsstjóri - thorgunnur.hjaltadottir@landlaeknir.is