Öndunarfærasýkingar. Vikur 13 og 14 árið 2023
13. apríl 2023
Tilfelli staðfestrar inflúensu voru færri í viku 14 en þau hafa verið frá því í haust. Fjöldi tilfella hefur sveiflast talsvert undanfarnar vikur og greinast flestir með inflúensustofn B en hæsta toppi var náð í viku 51 í fyrra (inflúensustofn A).
Klínískar greiningar á inflúensulíkum einkennum er á niðurleið. Fjöldi staðfestra COVID-19 sýkinga var sambærilegur í vikum 13 og 14 samanborið við þrjár vikur þar á undan. Klínískum greiningum á skarlatssótt og hálsbólgu fer fækkandi. Heilt yfir hefur greindum öndunarfæraveirum fækkað.
Í nýrri samantekt er farið nánar yfir tíðni öndurfærasjúkdóma í 13. og 14. viku ársins 2023.
Sóttvarnalæknir