Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Öndunarfærasýkingar. Vika 7 árið 2023

23. febrúar 2023

Tilfellum staðfestrar inflúensu fer fjölgandi á ný og greinast nú flestir með inflúensustofn B. Svipaður fjöldi greindist með COVID-19 í viku 7 samanborið við undangengnar þrjár vikur.

Covid og inflúensa 3

Klínískum greiningum skarlatssóttar og hálsbólgu fjölgar enn og er fjöldinn langt yfir meðaltali fyrri ára. Langflestar greiningar á skarlatssótt eru meðal ungra barna. Færri greindust með RSV í viku 7 samanborið við viku 6 en fleiri með Rhinoveiru. Færri lögðust inn á Landspítala með eða vegna COVID-19, inflúensu og RSV í viku 7 samanborið við viku 6.

Í nýrri samantekt er farið nánar yfir tíðni öndurfærasjúkdóma í sjöundu viku ársins 2023.

Sóttvarnalæknir