Fara beint í efnið

Öndunarfærasýkingar. Vika 6 árið 2023

16. febrúar 2023

Fleiri greindust með staðfesta inflúensu í sjöttu viku ársins samanborið við viku 5. Áfram greinast flestir með inflúensustofn B. Klínískum greiningum á inflúensulíkum einkennum fjölgaði einnig á milli vikna.

Covid og inflúensa 3

Svipaður fjöldi greindist með COVID-19 og í undangengnum vikum. Áfram greinast óvenjumargir með skarlatssótt en þar er munur á landssvæðum. Svipaður fjöldi greindist með RS veiru í viku 6 samanborið við viku 5 en aukning varð á milli vikna í greiningum á rhinóveiru og kórónuveirum öðrum en SARS-CoV-2. Færri lögðust inn á Landspítala með eða vegna COVID-19 en í undangengnum vikum. Fjöldi innlagna vegna RSV og inflúensu er áfram svipaður og verið hefur frá upphafi árs.

Í nýrri samantekt er farið nánar yfir tíðni öndurfærasjúkdóma í 6. viku ársins 2023.

Sóttvarnalæknir