Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Þessi frétt er meira en árs gömul

Öndunarfærasýkingar. Vika 12 árið 2023

30. mars 2023

Tilfellum af staðfestri inflúensu fækkaði milli vikna en fjöldi klínískra greininga á inflúensulíkum einkennum var svipaður í viku 12 og í viku 11.

Óvissustigi vegna COVID-19 var aflýst og verða nú vöktun, eftirlit og viðbrögð við COVID-19 með sama hætti og vegna annarra smitsjúkdóma sem sóttvarnalæknir vaktar. Mörg Evrópulönd hafa breytt áherslum í sýnatökum COVID-19 og almennt hefur dregið úr sýnatökum. Sambærilegur fjöldi greindist á Íslandi með COVID-19 í viku 12 og viku 11. Ætla má að fleiri smit séu í samfélaginu þar sem sýnatökum hefur fækkað. Klínískum greiningum á  skarlatssótt fer fækkandi. Svo virðist sem fjöldi hálsbólgugreininga sé einnig á niðurleið. RS-veiru greiningum fer fækkandi sem og greiningum á adenóveiru og kórónuveirum öðrum en SARS-CoV-2. Svipaður fjöldi lagðist inn á Landspítala með/vegna COVID-19 og inflúensu í viku 12 samanborið við viku 11. Enginn lagðist inn á Landspítala vegna RSV í viku 12.

Í nýrri samantekt er farið nánar yfir tíðni öndurfærasjúkdóma í 12. viku ársins 2023.

Sóttvarnalæknir