Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Öndunarfærasýkingar. Vika 10 árið 2023

16. mars 2023

Tilfellum staðfestrar inflúensu fækkar milli vikna sem og klínískum greiningum á inflúensulíkum einkennum. Fjöldi staðfestra COVID-19 greininga í viku 10 var minni en hefur verið í allan vetur.

Covid og inflúensa 3

Innlagnir á Landspítala með/vegna COVID-19 jukust hins vegar á milli vikna en fjöldi innlagna vegna RSV og inflúensu var svipaður og í viku 9. Klínískum greiningum á skarlatssótt fer fækkandi. Færri greindust með hálsbólgu í viku 10 samanborið við viku 9 en fjöldi greininga hefur sveiflast talsvert milli vikna. Fleiri greindust með Rhinoveiru í viku 10 samanborið við undanfarnar vikur.

Í nýrri samantekt er farið nánar yfir tíðni öndurfærasjúkdóma í 10. viku ársins 2023.

Sóttvarnalæknir