Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Þessi frétt er meira en árs gömul

Nýjar norrænar næringarráðleggingar, NNR2022, til umsagnar

28. mars 2022

Nú gefst sérfræðingum og öðrum áhugasömum færi á að gera athugasemdir við fyrsta hluta á endurskoðuðum norrænum næringarráðleggingum.

Byrjað er á vítamíninu ríbóflavíni (B2). Síðan munu fylgja eftir rúmlega fimmtíu næringarefni og fæðuflokkar. Höfundar kaflans um ríbóflavín mæla með óbreyttum ráðleggingum í NNR2022.

Mikill fjöldi norrænna sérfræðinga hefur unnið að endurskoðun ráðlegginganna sem nú verður byrjað að veita umsögn um. Opið verður fyrir umsagnir í fjórar vikur fyrir hvern kafla. Þeir sem vilja fá sendar tilkynningar beint þegar nýir kaflar koma til umsagnar geta skráð sig á heimasíðu NNR2022.

Norrænu næringarráðleggingarnar eru grundvöllur fyrir ráðleggingar um mataræði hér á landi og á hinum Norðurlöndunum. Í nýjum ráðleggingum verður meira tillit tekið til umhverfisþátta en í fyrri ráðleggingum.

Norrænn vinnuhópur, með fulltrúum frá öllum Norðurlöndunum, leiðir vinnuna og er Noregur í forsvari fyrir verkefninu sem er að mestu kostað af Norrænu ráðherranefndinni.

Nordic Nutrition Recommendations 2022
NNR2022 chapters – Public consultation

Nánari upplýsingar veita verkefnisstjórar næringar:
Hólmfríður Þorgeirsdóttir, holmfridur.thorgeirsdottir@landlaeknir.is
Jóhanna Eyrún Torfadóttir, johanna.e.torfadottir@landlaeknir.is