Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Norrænn viðmiðunarrammi er varðar þekkingu og hæfni á sviði sjúklingaöryggis

19. desember 2024

Þann 16. desember síðastliðinn kynntu Norðurlöndin sameiginlegan viðmiðunarramma er varðar þekkingu og hæfni á sviði sjúklingaöryggis. Upptaka málþingsins er aðgengileg á vef.

Norrænn viðmiðunarrammi um þekkingu og hæfni á sviði sjúklingaöryggis. Fulltrúar Norðurlandanna

í Alþjóðlegri aðgerðaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um sjúklingaöryggi 2021-2030 eru lönd hvött til þess að fylgja námsskrá um sjúklingaöryggi við menntun heilbrigðisstarfsfólks. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf út leiðbeiningar árið 2011 þar sem tilgreindir eru 11 lykilþættir er varða þekkingu og hæfni á sviði sjúklingaöryggis. Norræni viðmiðunarramminn byggir á þessum leiðbeiningum en hefur verið aðlagaður að norrænum aðstæðum og uppfærður með fleiri viðfangsefnum sem einkenna heilbrigðisþjónustu á Norðurlöndum, svo sem öldrun þjóðar, mikla stafræna þróun í heilbrigðiskerfinu og útbreidda notkun hátæknilausna við greiningu og meðferð.

Norræni viðmiðunarramminn hefur verið birtur í skýrslu á vef Norrænu ráðherranefndarinnar. Skýrslan er tvíþætt. Fyrri hluti skýrslunnar fjallar um bakgrunn verkefnisins en þar er einnig stutt samantekt á helstu heimildum um sjúklingaöryggi. Seinni hluti skýrslunnar er viðmiðunarramminn sjálfur þar sem fjallað er um 15 lykilþætti er varðar þekkingu og hæfni starfsfólks innan heilbrigðiskerfisins á sviði sjúklingaöryggis.

Frekari upplýsingar
Ólöf Elsa Björnsdóttir, verkefnastjóri
olof.e.bjornsdottir@landlaeknir.is