Fara beint í efnið

Mælaborð um mannafla í heilbrigðisþjónustu

1. nóvember 2023

Á vef embættis landlæknis hefur nú verið birt mælaborð sem ætlað er að varpa ljósi á mannafla í heilbrigðisþjónustu.

Mannafli í heilbrigðisþjónustu á Íslandi - mælaborð

Þar er hægt að skoða fjölda starfsleyfa m.t.t. heilbrigðisstétta, kyns, aldurs og lögheimilis svo eitthvað sé nefnt. Annars vegar er um að ræða heildarfjölda gildra leyfa og hins vega árlegan fjölda útgefinna leyfa.

Í mælaborðinu má einnig sjá áætlaðan fjölda starfandi heilbrigðisstarfsfólks undanfarin ár og fjölda útskrifta úr íslenskum skólum í tilteknum heilbrigðisgreinum.

Tilgangurinn með mælaborðinu er að auka aðgengi almennings og hagaðila að tölfræðilegum upplýsingum um starfsleyfi og mannafla í heilbrigðisþjónustu á Íslandi.

Frekari upplýsingar:
Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis
kjartan.h.njalsson@landlaeknir.is