Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Laust starf - Heilbrigðisstarfsmaður á svið eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu

3. september 2025

Embætti landlæknis óskar eftir að ráða heilbrigðisstarfsmann á svið eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu

Sviðið hefur m.a. eftirlit með heilbrigðisstofnunum og heilbrigðisstarfsmönnum og umsjón með gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu. Sviðið tekur á móti ábendingum og rannsakar kvartanir sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu. Rannsóknir óvæntra atvika heyra einnig undir sviðið.

Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf sem reynir á fagmennsku og samskiptahæfni. Í starfinu gefst tækifæri til að stuðla að gæðum og öryggi innan heilbrigðisþjónustunnar.

Næsti yfirmaður er sviðsstjóri sviðs eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu en viðkomandi mun vinna náið með öðrum sérfræðingum sviðsins og embættisins.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þátttaka í þverfaglegu teymi sem sér um rannsókn alvarlegra atvika í heilbrigðisþjónustu.

  • Úttektir á heilbrigðisþjónustu.

  • Úrvinnsla athugasemda, ábendinga og erinda um gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu.

  • Þátttaka í stuðningi embættisins við innleiðingu á Áætlun um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030.

  • Samskipti við stjórnendur heilbrigðisstofnana, heilbrigðisstarfsmenn og stjórnvöld.

  • Ráðgjöf við veitendur og notendur heilbrigðisþjónustu.

  • Þátttaka í gerð faglegra krafna og leiðbeininga.

  • Þátttaka í stefnumótunarvinnu.

  • Önnur verkefni að beiðni sviðsstjóra og landlæknis.

Hæfniskröfur

  • Meistarapróf sem nýtist í starfi og íslenskt starfsleyfi sem heilbrigðisstarfsmaður er skilyrði.

  • Yfirgripsmikil þekking á íslensku heilbrigðiskerfi er skilyrði.

  • Að lágmarki 6 ára starfsreynsla innan íslenska heilbrigðiskerfisins er skilyrði.

  • Þekking og reynsla af gæða- og öryggismálum í heilbrigðisþjónustu er skilyrði.

  • Þekking og reynsla á sviði öldrunarþjónustu er kostur.

  • Starfsreynsla á sviði stjórnsýslu er kostur.

  • Jákvæðni og lipurð í samskiptum.

  • Mjög gott vald á talaðri og ritaðri íslensku.

  • Mjög góð hæfni til að greina gögn og miðla upplýsingum í riti og ræðu.

  • Öguð, fagleg og sjálfstæð vinnubrögð.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 18.09.2025

Nánari upplýsingar

Jóhann M. Lenharðsson, jml@landlaeknir.is Sími: 510 1900

Þórgunnur Hjaltadóttir, thorgunnur@landlaeknir.is Sími: 510 1900