Fara beint í efnið

Íslensku lýðheilsuverðlaunin 2024

28. febrúar 2024

Íslensku lýðheilsuverðlaunin verða veitt í annað sinn á Bessastöðum í síðari hluta aprílmánaðar.

Íslensku lýðheilsuverðlaunin - merki

Verðlaununum er ætlað að vekja athygli á mikilsverðu framlagi á sviði lýðheilsu og auka með þeim hætti áhuga á bættri heilsu og líðan almennings.

Veitt verða verðlaun í tveimur flokkum, annars vegar til einstaklings og hins vegar til samtaka, stofnunar eða fyrirtækis sem hafa látið gott af sér leiða á þessu sviði.

Forseti Íslands óskar eftir tillögum frá almenningi að verðugum verðlaunahöfum ásamt rökstuðningi á vefsíðunni lydheilsuverdlaun.is ekki síðar en 24. mars.