Farsóttaskýrsla 2022
28. ágúst 2023
Sóttvarnalæknir hefur gefið út ársskýrslu sóttvarna fyrir árið 2022 ásamt yfirliti um starfsemi sóttvarnalæknis á árinu.
Í skýrslunni er fjallað um ýmsa smitsjúkdóma á Íslandi á árinu og þeir bornir saman við faraldsfræði undanfarinna ára, auk atburða vegna eiturefna og eldgosa.
Þá er einnig fjallað um sýklalyfjanotkun, bólusetningar og sýkingar í tengslum við veitingu heilbrigðisþjónustu en sérstakar skýrslur eru einnig gefnar út um þau efni.
Skýrslan er eingöngu gefin út í rafrænni útgáfu.
Lesa nánar: Farsóttaskýrsla 2022
Sóttvarnalæknir