Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Embætti landlæknis er laust til umsóknar

17. desember 2024

Heilbrigðisráðuneytið hefur auglýst embætti landlæknis laust til umsóknar. Um embættið fer samkvæmt lögum nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu. Heilbrigðisráðherra skipar landlækni til fimm ára í senn að fengnu mati nefndar.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Umsækjendur skulu hafa sérfræðimenntun í læknisfræði, þekkingu á sviði lýðheilsu og víðtæka reynslu eða menntun á sviði stjórnunar. Leitað er að einstaklingi með samskipta- og leiðtogahæfileika og góða þekkingu og reynslu af rekstri og stefnumótun.

Umsóknarfrestur er til og með 06. janúar 2025.