Embætti landlæknis er laust til umsóknar
17. desember 2024
Heilbrigðisráðuneytið hefur auglýst embætti landlæknis laust til umsóknar. Um embættið fer samkvæmt lögum nr. 41/2007, um landlækni og lýðheilsu. Heilbrigðisráðherra skipar landlækni til fimm ára í senn að fengnu mati nefndar.
Umsækjendur skulu hafa sérfræðimenntun í læknisfræði, þekkingu á sviði lýðheilsu og víðtæka reynslu eða menntun á sviði stjórnunar. Leitað er að einstaklingi með samskipta- og leiðtogahæfileika og góða þekkingu og reynslu af rekstri og stefnumótun.
Umsóknarfrestur er til og með 06. janúar 2025.