COVID-19: Fimm árum síðar
30. janúar 2025
Fyrir rúmum fimm árum var tilkynnt um fyrstu tilfelli lungnabólgu af óþekktum orsökum í Wuhan í Kína. Þetta markaði upphaf heimsfaraldurs sem átti eftir að hafa djúpstæð áhrif á heilsufar, efnahag og velferð í heiminum.


Þegar mest var árið 2021 bárust Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) tilkynningar um 100,000 COVID-19 tengd dauðsföll í hverri viku. Fjöldi tilkynntra tilfella á viku náði hins vegar hámarki rúmlega 20 milljónum snemma árs 2022 með tilkomu Omicron afbrigðis. Frá árinu 2020 hafa að minnsta kosti 7 milljónir COVID-19 andlát verið tilkynnt til WHO, þó að raunverulegur fjöldi dauðsfalla sé að minnsta kosti þrisvar sinnum hærri.
Enn eiga öll áhrif heimsfaraldursins eftir að koma í ljós. Hins vegar er mikilvægt að draga lærdóm af þessari reynslu og tryggja að við séum betur undirbúin fyrir heimsfaraldra í framtíðinni.
Sóttvarnalæknir