Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Ársskýrsla sóttvarna fyrir árið 2024

30. júní 2025

Sóttvarnalæknir hefur gefið út Ársskýrslu sóttvarna fyrir árið 2024.

Í Ársskýrslu sóttvarna er fjallað um skráningarskylda sjúkdóma og sjúkdómsvalda, auk alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar vegna eiturefna og geislavirkra efna, samanber sóttvarnalög.

Reifaðir eru helstu smitsjúkdómar sem sóttvarnalæknir vaktar og tíðni þeirra borin saman við faraldsfræði undanfarinna ára. Sóttvarnalæknir fylgdist náið með tíðum eldgosum á árinu, sérstaklega með tilliti til mögulegrar gasmengunar. Norrænt og alþjóðlegt samstarf var öflugt og nokkur verkefni fjármögnuð af Evrópusambandinu til að efla vöktun og viðbúnað vegna bráðra lýðheilsuógna.

Sóttvarnalæknir skipuleggur einnig almennar bólusetningar og er ábyrgur fyrir skráningu þeirra. Þá heldur sóttvarnalæknir skrá um notkun manna á sýklalyfjum sem valdið geta ónæmi sýkla gegn sýklalyfjum. Nánar er fjallað er um þessi málefni í sérstökum árlegum skýrslum sem koma frá sóttvarnalækni síðar á árinu.

Ársskýrsla sóttvarna er eingöngu gefin út í rafrænni útgáfu.

Lesa nánar: Ársskýrsla sóttvarna 2024

Sóttvarnalæknir