Alþjóðlegur dagur lifrarbólgu
28. júlí 2023
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) vekur athygli á veiru lifrarbólgu þann 28. júlí ár hvert. Í ár er slagorðið: Eitt líf, ein lifur, sem minnir okkur á að við eigum bara eitt líf og bara eina lifur en lifrarbólga getur skaðað bæði.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) vekur athygli á veiru lifrarbólgu þann 28. júlí ár hvert. Í ár er slagorðið: Eitt líf, ein lifur, sem minnir okkur á að við eigum bara eitt líf og bara eina lifur en lifrarbólga getur skaðað bæði.
Bólga í lifur af völdum veira getur leitt til alvarlegra sjúkdóma og lifrarkrabbameins. Þúsundir barna, ungmenna og fullorðinna veikjast árlega vegna bráðra lifrarbólgusýkinga af völdum veira. Þar eru best þekktar fimm lifrarbólguveirur: A, B, C, D og E.
Flestar bráðar lifrarbólgusýkingar valda vægum sjúkdómi eða greinast jafnvel ekki en þá geta einkenni komið fram síðar þegar sjúkdómur er langt genginn. Stundum leiðir sýking til fylgikvilla eða er jafnvel banvæn. Lifrarbólgur B og C valda mestum áhyggjum en það er til meðferð svo mikið af fylgikvillum og dauðsföllum væri hægt að koma í veg fyrir.
Alþjóðasamfélagið hefur sett í forgang að útrýma lifrarbólgusýkingum B og C. Þessar veirur geta leitt til langvinnrar lifrarbólgu sem hrjáir fólk í áratugi og veldur yfir einni milljón dauðsfalla á ári í heiminum í heiminum af völdum skorpulifrar og lifrarkrabbameins.
Á alþjóðlega lifrarbólgudeginum 2023 leggur WHO áherslu á nauðsyn þess að fólk hafi betri aðgang að greiningu og meðferð. Með samstilltu átaki landa er stefnt að því að útrýma lifrarbólgu fyrir árið 2030.
Sóttvarnalæknir