Fara beint í efnið

Staða á biðlistum eftir völdum skurðaðgerðum í október 2019

17. desember 2019

Embætti landlæknis kallar reglulega eftir gögnum varðandi bið eftir völdum skurðaðgerðum í samræmi við eftirlitshlutverk sitt. Í greinargerð sem hér birtist er fjallað um bið í völdum aðgerðaflokkum en ítarleg umfjöllun um liðskiptaaðgerðir verður birt síðar.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Embætti landlæknis kallar reglulega eftir gögnum varðandi bið eftir völdum skurðaðgerðum í samræmi við eftirlitshlutverk sitt. Í greinargerð sem hér birtist er fjallað um bið í völdum aðgerðaflokkum en ítarleg umfjöllun um liðskiptaaðgerðir verður birt síðar.

Viðmiðunarmörk embættis landlæknis um ásættanlegan biðtíma eftir aðgerð eru 90 dagar (3 mánuðir) og er miðað við að 80% komist í aðgerð innan þess tíma.

Helstu niðurstöður:

  • Biðlistaátak sem hófst árið 2016 hefur skilað miklum árangri í að stytta bið eftir skurðaðgerð á augasteini en að mati embættis landlæknis er þörf á að halda áfram svipuðum aðgerðafjölda svo biðlistar lengist ekki að nýju.

  • Skurðaðgerðum á maga vegna offitu hefur fjölgað en aðgerðafjöldinn heldur ekki í við aukna eftirspurn svo biðtími hefur lengst mikið.

  • Bið eftir kvenaðgerðum styttist eftir að biðlistaátak hófst í þessum flokki árið 2017 en heildarbiðtími í þessum flokki er of langur.

  • Fjölgað hefur á biðlistum eftir brjóstnámi og úrnámi hluta brjósts.

  • Að mati embættis landlæknis er þörf á að fjölga _brennsluaðgerðum á hjart_a verulega.

Fyrirspurnum vegna greinargerðarinnar skal beina til

Kjartans Hreins Njálssonar, aðstoðarmanns landlæknis
netfang: kjartanh@landlaeknir.is, sími 510-1900.