Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Þessi frétt er meira en árs gömul

Opinber stefna stjórnavalda gegn útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería

11. febrúar 2019

Þann 8. febrúar síðastliðinn undirrituðu Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra yfirlýsingu um sameiginlegt átak til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi.

Þann 8. febrúar síðastliðinn undirrituðu Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra yfirlýsingu um sameiginlegt átak til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi.

Þessi yfirlýsing kemur í framhaldi af tillögum starfshóps til heilbrigðisráðherra á árinu 2017 en þar voru birtar 10 tillögur um aðgerðir til stemma stigu við útbreiðslu sýklalyfjaónæmis. Í tillögum starfshópsins var meðal annars lagt til að stjórnvöld myndu marka sér opinbera stefnu um aðgerðir gegn sýklalyfjaónæmi en í yfirlýsingu ráðherranna kemur fram að tillögur starfshópsins marki opinbera stefnu stjórnvalda í þessum málaflokki.

Vaxandi útbreiðsla sýklalyfjaónæmis er talin ein helsta heilbrigðisógn sem steðjar að mannkyninu í dag. Á Íslandi er sýklalyfjaónæmi minna en í mörgum nálægum löndum og því mikilvægt að gripið verði til víðtækra aðgerða til að viðhalda þeirri stöðu. Á undanförnum árum hefur þó verið gripið til ýmissa aðgerða hér á landi svo sem til að bæta sýklalyfjaávísanir lækna en ýmislegt er þó óunnið.

Þessi opinbera yfirlýsing ráðherranna er því sérstakt fagnaðarefni og markar tímamót í opinberri baráttu við útbreiðslu sýklalyfjaónæmis á Íslandi.

Lesa nánar:

Sóttvarnalæknir