Fara beint í efnið

Ný myndbönd um heilbrigðan þroska og tengsl barna og foreldra

16. apríl 2018

Ný myndbönd um heilbrigðan þroska og tengsl barna og foreldra.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Embætti landlæknis hefur nýlega gefið út þrjú myndbönd um heilbrigðan þroska og tengsl barna og foreldra í samvinnu við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Myndböndin eru þýdd með leyfi frá Center on the Developing Child við Harvard háskóla og sýna hvernig reynsla barns á fyrstu æviárunum hefur varanleg áhrif á líkama þess og heilastarfsemi.

Fjallað er um hvernig reynsla barns á fyrstu árum ævinnar leggur grunn að uppbyggingu heilans sem er í mótun. Hvernig náin og jákvæð samskipti milli foreldra og barna örva heilaþroska og hvernig skaðleg streita getur haft varanleg áhrif á líf barna.

Myndböndin má finna á vefnum Heilsuvera.is, sem er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis landlæknis. Markmið vefsins er að koma á framfæri til almennings upplýsingum um þroska, heilsu og áhrifaþætti heilbrigðis. Einnig er þar að finna öruggt vefsvæði þar sem hægt er að eiga í samskiptum við starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá.

Hér er hlekkur á myndböndin