Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Læknaráp og lyfjagagnagrunnur

12. janúar 2018

Megin tilgangur þess að veita læknum aðgang að lyfjagagnagrunni er að auka öryggi lyfjaávísana. Í því felst að læknar hafi yfirsýn yfir þær ávísanir sem sjúklingur hefur verið að leysa út og hvað hann á af óútleystum lyfjum í lyfseðlagátt.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Megin tilgangur þess að veita læknum aðgang að lyfjagagnagrunni er að auka öryggi lyfjaávísana. Í því felst að læknar hafi yfirsýn yfir þær ávísanir sem sjúklingur hefur verið að leysa út og hvað hann á af óútleystum lyfjum í lyfseðlagátt.

Ein af birtingarmyndum þols og ávanabindingar hjá sjúklingum sem fá ávanabindandi lyf er ráp á milli lækna til að verða sér úti um meira af lyfjum. Þetta er vandi sem er ekki aðeins til staðar á Íslandi en í löndum þar sem aðgangur að læknum er greiður, getur það skapað mikinn vanda.

Á Íslandi fengu læknar aðgang að lyfjagagnagrunni árið 2016 og var von margra að það myndi bæta lyfjaávísanamynstur og minnka ráp. Til að meta hvort ráp hafi minnkað í ávísunum ávanabindandi lyfja voru skoðaðar ávísanir 8 mismunandi lyfja, sjá töflu 1.

Fyrir þau lyf sem mest er sótt í kemur í ljós að færri einstaklingar fengu ávísað frá mörgum læknum. Árið 2017 fékk 71 einstaklingur ávísað Parkodin forte frá 10 eða fleiri læknum borið saman við 81 einstakling árið á undan. Þegar ávísanir á oxýkódón eru skoðaðar kemur í ljós að enginn einstaklingur fékk ávísað frá fleiri ein 4 læknum (tölur ekki sýndar hér) en af sterkum verkjalyfjum hafa þessi lyf verið talin eftirsóknarverðust af þeim sem glíma við mikinn fíknivanda.

Af þessum tölum má ætla að notkun lækna á lyfjagagnagrunninum hafi haft jákvæð áhrif gegn rápi. Í desember árið 2017 flettu yfir 1100 læknar upp í lyfjagagnagrunninum en í desember 2016 nýttu rúmlega 1000 læknar sér grunninn. Árið 2017 ávísuðu 1525 læknar Parkodin forte og því er líklegt að talsverður fjöldi þeirra lækna sem ávísa lyfinu sé ekki að nota lyfjagagnagrunninn. Tannlæknar eru um 500 og ávísa talsverðu af Parkodin forte en í desember 2017 notuðu 177 tannlæknar lyfjagagnagrunninn.

Ljóst er af tölunum í töflu 1 að vandi vegna ráps er enn til staðar sem m.a. orsakast af því að enn eru einhverjir læknar sem nota ekki lyfjagagnagrunninn.

Lyfjateymi Embættis landlæknis

Magnús Jóhannsson, læknir
Jón Pétur Einarsson, lyfjafræðingur
Ólafur B. Einarsson, sérfræðingur