Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Kannabis - fræðsluefni og leiðbeiningar fyrir fagfólk

12. janúar 2018

Nýlega komu út hjá Embætti landlæknis leiðbeiningarnar Samtal um Kannabis, sem eru ætlaðar fagfólki og notaðar í samtali við ungmenni um neyslu kannabisefna. Leiðbeiningarnar geta einnig nýst í samtali um aðra heilsuhegðun og leiðina að breyttum viðhorfum.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Nýlega komu út hjá Embætti landlæknis leiðbeiningarnar Samtal um kannabis, sem eru ætlaðar fagfólki og notaðar í samtali við ungmenni um neyslu kannabisefna. Leiðbeiningarnar geta einnig nýst í samtali um aðra heilsuhegðun og leiðina að breyttum viðhorfum.

Á sama tíma kom út bæklingurinn Kannabis - Leyfðu staðreyndunum að hafa áhrif (PDF) sem verður notaður við fræðslu og í samstarfi við ungt fólk.

Samtal um Kannabis veitir innsýn í hugarfar ungmenna sem íhuga eða eru farin að fikta við kannabis. Hegðunarbreytingarferlinu er lýst og útskýrt mikilvægi þess að samtal við ungmenni taki mið af því hvar viðkomandi einstaklingur er staddur. Hvernig hægt sé að örva samtal um málefnið og hvetja til breyttrar hegðunar.

Gefin eru dæmi um hugsanir, orðræðu sem ungmenni nota ásamt dæmum um algeng viðbrögð. Einnig er komið inn á líkamleg, andleg og félagsleg áhrif þess að nota kannabisefni og veittar ráðleggingar um hvernig svara á spurningum og gefa ráð.

Heftinu fylgja einnig verkefni til að nota í samtalinu og fyrir ungmenni að vinna með fagaðila.

Nánari upplýsingar veita
Sveinbjörn Kristjánsson og Rafn M. Jónsson, verkefnastjórar