Fara beint í efnið
Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Fréttatilkynning vegna COVID-19 bóluefnis frá Astra Zeneca (Vaxzevria)

16. apríl 2021

Einstaklingum á aldrinum 60-69 ára sem ekki hafa áhættuþætti sem auka hættu á segamyndun skv. minnisblaði blóðmeinafræðinga til sóttvarnalæknis 9.4. sl. verður boðin bólusetning með Astra Zeneca bóluefni.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Einstaklingum á aldrinum 60–69 ára sem ekki hafa áhættuþætti sem auka hættu á segamyndun skv. minnisblaði blóðmeinafræðinga til sóttvarnalæknis 9.4. sl. verður boðin bólusetning með Astra Zeneca bóluefni.

  • Einstaklingar sem hafa aukna hættu á segamyndun að mati blóðmeinafræðinga sem þegar hafa fengið einn skammt af Vaxzevria munu verða boðaðir í mRNA bóluefni, í flestum tilvikum bóluefni frá Pfizer, þegar 12 vikur eru liðnar frá fyrstu bólusetningunni.

  • Einstaklingar sem ekki þiggja þessa bólusetningu þegar boð berst geta fylgst með auglýsingum í opna daga í bólusetningar fyrir þennan aldurshóp eða haft samband við heilsugæslu á sínu svæði til að fá upplýsingar um hvaða daga bólusetning er í boði en fá ekki aftur boð úr miðlæga kerfinu.

  • Einstaklingar sem fá boð í Vaxzevria bólusetningu sem eru með áhættuþætti skv. minnisblaði blóðmeinafræðinga þurfa að hafa samband við heilsugæslu sem fer yfir sjúkrasögu og getur séð til þess að viðkomandi fái frekar mRNA bóluefni ef tilefni er til.

  • Ekki er hægt að óska eftir öðru bóluefni á grundvelli persónulegra óska eða annarrar sjúkrasögu einstaklinga, hvorki hjá heilsugæslu né sóttvarnalækni.

  • Læknar sem telja ástæðu til að aðrar sjúkdómsgreiningar en þær sem koma fram í minnisblaði blóðmeinafræðinga fái merkingu fyrir ákveðið bóluefni þurfa að hafa samband við sóttvarnalækni.

Sjá minnisblað blóðmeinafræðinga frá 9. apríl sl.

Sóttvarnalæknir