Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Þessi frétt er meira en árs gömul

Fjallað um tannheilsu landsmanna í nýjum Talnabrunni - 7. tölublað 2018

31. ágúst 2018

Talnabrunnur Embættis landlæknis fjallar að þessu sinni um tannheilsu landsmanna. Höfundar efnis eru Hólmfríður Guðmundsdóttir og Jón Óskar Guðlaugsson.

Talnabrunnur Embættis landlæknis fjallar að þessu sinni um tannheilsu landsmanna. Þar kemur m.a. fram að 73% landsmanna, 18 ára og eldri, fara að minnsta kosti einu sinni á ári til tannlæknis. Hins vegar mætti einungis um helmingur 67 ára og eldri (54%) til tannlæknis árið 2017.

Þann 1. september 2018 tekur rammasamningur um tannlækningar fyrir eldra fólk gildi en hann tryggir að lágmarki 50% greiðsluþátttöku vegna tannlæknaþjónustu sem fellur undir tryggingar.

Höfundar efnis eru Hólmfríður Guðmundsdóttir og Jón Óskar Guðlaugsson.

Ritstjóri Talnabrunns er Hildur Björk Sigbjörnsdóttir.