Fara beint í efnið

Ekkert nýtt E. coli tilfelli í dag

16. júlí 2019

Í dag, 16.7.2019, voru rannsökuð sýni frá níu einstaklingum sem grunaðir voru um E. coli sýkingu og greindist enginn með sýkinguna. Alls hafa því 19 börn greinst frá því að faraldurinn hófst.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Í dag, 16.7.2019, voru rannsökuð sýni frá níu einstaklingum sem grunaðir voru um E. coli sýkingu og greindist enginn með sýkinguna. Alls hafa því 19 börn greinst frá því að faraldurinn hófst.

Ekkert barn er nú inniliggjandi á Barnaspítala Hringsins af völdum STEC E. coli

Enn er beðið er eftir frekari staðfestingu á greiningu hjá barninu í Bandaríkjunum sem grunað er um alvarlega E. coli sýkingu.

Búist er við að E. coli faraldurinn sé að renna sitt skeið á enda en þessi vika mun að líkindum skera úr um það.

Sóttvarnalæknir