Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Þessi frétt er meira en árs gömul

Athugun gerð á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna taugasjúkdóma

16. júlí 2018

Embætti landlæknis hefur, í ljósi ábendinga sem borist hafa embættinu frá notendum þjónustunnar svo og vegna umræðu í fjölmiðlum, gert athugun á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna taugasjúkdóma.

Embætti landlæknis hefur, í ljósi ábendinga sem borist hafa embættinu frá notendum þjónustunnar svo og vegna umræðu í fjölmiðlum, gert athugun á aðgengi að göngudeildarþjónustu vegna taugasjúkdóma.

Í stuttu máli kom í ljós að biðtími er langt umfram það 30 daga viðmið sem embættið hefur sett. Þá er notkun þjónustu mjög mismunandi eftir búsetu.

Settar eru fram ábendingar sem lagt er til að velferðarráðuneytið, Sjúkratryggingar Íslands og Embætti landlæknis vinni frekar í náinni samvinnu við veitendur þjónustunnar og með aðkomu notenda.