Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Þessi frétt er meira en árs gömul

Ársskýrsla Embættis landlæknis 2017 komin út

13. apríl 2018

Ársskýrsla Embættis landlæknis fyrir árið 2017 er komin út á vef embættisins. Fjallað er um aðaláherslur starfsáætlunar 2017–2018 og hvernig tókst að framfylgja þeim á árinu 2017 auk þess sem greint er frá helstu viðfangsefnum ársins á einstökum fagsviðum, erlendu samstarfi og útgáfu.

Ársskýrsla Embættis landlæknis fyrir árið 2017 er komin út á vef embættisins. Fjallað er um aðaláherslur starfsáætlunar 2017–2018 og hvernig tókst að framfylgja þeim á árinu 2017 auk þess sem greint er frá helstu viðfangsefnum ársins á einstökum fagsviðum, erlendu samstarfi og útgáfu. Kafli um fjárhag embættisins kemur inn síðar þegar lokaupplýsingar hafa borist frá fjárhagsbókhaldi.

Ársskýrslan er eingöngu gefin út á rafrænu formi. Talnaefni og efni til frekari fróðleiks er vísað á með hlekkjum á viðkomandi síður á vef embættisins.

Er þetta síðasta ársskýrsla Birgis Jakobssonar, í embætti landlæknis en hann lét af störfum 31. mars sl. Hann segir í aðfararorðum ársskýrslunnar að sönn ánægja hafi verið að vinna með öllu starfsfólki embættisins í þessi þrjú ár og miklu hafi verið komið til leiðar í bæði ytra og innra starfi. 

Ritstjóri ársskýrslunnar er Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir en ábyrgðarmaður er Birgir Jakobsson landlæknir.

Útlit skýrslunnar hannaði Auglýsingastofa Þórhildar.

Skoða nánar - Ársskýrsla embættis landlæknis 2017