Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Embætti landlæknis Forsíða
Embætti landlæknis Forsíða

Embætti landlæknis

Þessi frétt er meira en árs gömul

Árétting vegna frétta um virkjun viðbragðsáætlunar vegna kórónuveiru

24. janúar 2020

Ekki er rétt eins komið hefur fram í fjölmiðlum í dag að viðbragðsáætlun hafi verið virkjuð vegna faraldurs kórónuveiru.

Ekki er rétt eins komið hefur fram í fjölmiðlum í dag að viðbragðsáætlun hafi verið virkjuð vegna faraldurs kórónuveiru. Í frétt sem sóttvarnalæknir birti á vefsíðu landlæknis í dag kemur ekkert slíkt fram heldur aðeins að unnið sé í samræmi við fyrirliggjandi áætlun.

Sú vinna sem nú á sér stað í tengslum við viðbragðsáætlun vegna smitsjúkdóma tekur fyrst og fremst til samhæfingar og aukins samráðs. Ekki hefur verið lýst yfir óvissuástandi vegna kórónaveirunnar; slíkt myndi kalla á virkjun viðbragðsáætlunar vegna smitsjúkdóma. Óvissustigi yrði lýst yfir t.d. þegar grunur leikur á að smit hafi komið upp hér á landi.

Sóttvarnalæknir