Fara beint í efnið
Land og skógur Forsíða
Land og skógur Forsíða

Land og skógur

Fræðslu- og umræðufundur Félags skógarbænda á Suðurlandi

13. mars 2024

kl. 15:00 til 17:00

Reykir,

816 Ölfusi

Þrír sérfræðingar frá Landi og skógi tala á fræðslufundi sem Félag skógarbænda á Suðurlandi efnir til miðvikudaginn 13. mars klukkan fimmtán á Reykjum í Ölfusi. Á fundinum verða tvö fræðsluerindi og einnig almennar umræður um skógrækt og félagsmál skógarbænda.

Hallur Björgvinsson skógræktarráðgjafi, sem starfar með skógarbændum á Suðurlandi, ætlar að ræða um snemmgrisjun og samhengi upphafsþéttleika og umhirðu.

Því næst fjallar Jón Þór Birgisson skógræktarráðgjafi um skráningu gróðursetninga ásamt Birni Bjarndal Jónssyni, formanni Félags skógarbænda á Suðurlandi.

Að því búnu verður efnt til almennra umræðna um stöðuna í bændaskógræktinni og þeim umræðum stýrir Hrefna Jóhannesdóttir, sviðstjóri ræktunar og nytja hjá Landi og skógi en Hrefna er einnig skógarbóndi sjálf á Silfrastöðum í Skagafirði.

Loks verða á fundinum almennar umræður um félags- og fræðslumál skógarbænda.

Kaffiveitingar verða á fundinum og félagsfólki er velkomið að taka með sér gesti á fundinn.

Dagskrá

  1. Snemmgrisjun og samhengi upphafsþéttleika og umhirðu - Hallur Björgvinsson.

  2. Skráning gróðursetninga - Jón Þór Birgisson / Björn B. Jónsson.

  3. Framtíðarhorfur í skógrækt og skjólbeltarækt - Almennar umræður um stöðuna í bændaskógræktinni undir stjórn Hrefnu Jóhannesdóttur.

  4. Félags- og fræðslumál skógarbænda . Almennar umræður.

Áætlað er að fundinum ljúki um kl. 17.