Fara beint í efnið

Vegna fjölgunar Covid-smita í samfélaginu

16. júní 2022

Vegna fjölgunar Covid-smita í samfélaginu eru þeir sem leita þjónustu á HVE eða koma í heimsókn beðnir um að gæta vel að sóttvörnum og þvo og spritta hendur.

Starfssstöðvar HVE

Að svo stöddu er ekki gerð breyting á heimsóknartímum en það eru vinsamleg tilmæli til fólks að takamarka fjölda við einn heimsóknargest á dag og þeir sem eru með kvefeinkenni, hita, hósta eða önnur einkenni sem bent geta til öndunarfærasýkingar eru beðnir um og koma ekki í heimsókn. Það gæti þurft að gera grímunotkun að skyldu á ákveðnum deildum og það er þá kynnt þar sem það á við.

Mögulega þarf að herða á heimsóknarreglum á næstu dögum. 

Í tilkynningu frá sóttvarnarlækni segir „almenningur og sérstaklega þeir sem eru 80 ára eða eldri og þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma, eru hvattur til að gæta að sínum sóttvörnum þ.e. forðast fjölmenni, halda fjarlægð, þvo og spritta hendur og nota andlitsgrímu þegar sóttvörnum verður ekki við komið.“

„Sóttvarnarlæknir hvetur einstaklinga 80 ára og eldri til að þiggja fjórða skammt bólusetningar. Yngri einstaklingar sem telja sig geta verið viðkvæma fyrir COVID-19 eru einnig hvattir til að fá fjórða skammt bólusetningarinnar. Bólusetning minnkar verulega líkur á alvarlegum veikindum vegna COVID-19.“ Einnig eru allir þeir sem eru óbólusettir hvattir til að þiggja bólusetningu.

Þeir sem óska eftir að fá bólusetningu eru beðnir um að hafa samband við sína heilsugæslustöð.