Fara beint í efnið

Útsendingu reikninga og greiðsluseðla á pappírsformi hætt

14. febrúar 2024

Nú eru reikningar frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands rafrænir og hætt verður að senda út pappírsreikninga og greiðsluseðla.

HVEkross copy

Þetta er liður í því að minnka pappírsnotkun og einfalda verkferla. Þá eru skjólstæðingar HVE hvattir til að greiða reikninga sína á staðnum, enda telur reikningur ekki upp í hámarksgreiðslu á mánuði skv. Sjúkratryggingum Íslands fyrr en hann hefur verið greiddur.

Hægt verður að nálgast reikninga (bæði greidda og ógreidda) og greiðsluseðla í pósthólfinu þínu á island.is. Bæði einstaklingar og lögaðilar geta nálgast reikninga sem gefnir eru út af ríkissjóði og stofnunum þar. Þau sem ekki eru nú þegar með rafræn skilríki geta farið í næsta banka og orðið sér úti um þau. Frekari upplýsingar um rafræn skilríki má finna hér.

Þá er jafnframt í boði að fá reikninga senda rafrænt í gegnum skeytamiðlara. Beiðni um slíkt skal send á netfangið innheimta@hve.is.

Það er mikilvægt að koma þessum upplýsingum áfram til þeirra sem þær varða, enda skiptir máli fyrir þá aðila að fylgjast með pósthólfi sínu á island.is og kröfum í heimabanka. Í þeim undantekningartilvikum þar sem einstaklingar eru án rafrænna skilríkja, þá er hægt að senda ósk um pappírsform á innheimta@hve.is.