Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Vesturlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Vesturlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Tilvísanir heilsugæslulækna HVE til sérfræðinga í barnalækningum

13. febrúar 2024

Heilsugæslustöðvar innan HVE munu taka þátt í breyttu verklagi sem félag íslenskra heimilislækna (FÍH) hvetur til varðandi tilvísanir vegna barna sbr reglugerð þar af lútandi: https://island.is/reglugerdir/nr/0313-2017 .

HVEkross copy

Heilsugæslan þarf að forgangsraða í hvað tíma sinna starfsmanna er varið og nýta með sem bestum hætti. Eftirfarandi kemur fram í yfirlýsingu FÍH:

"Félag íslenskra heimilislækna hvetur félagsmenn sína til að taka höndum saman og hætta að skrifa út tilvísanir vegna barna frá og með 15.febrúar 2024. Á þetta við tilvísanir þar sem heimilislæknir hefur enga beina aðkomu að málinu nema einungis til að skrifa tilvísun. Hafi hann sannarlega komið að málum viðkomandi barns og tilvísun er eðlilegt framhald af samtali milli starfsstétta er að sjálfsögðu rétt að skrifa vandaða tilvísun