Fara beint í efnið

Tilkynning frá heilsugæsustöðinni í Borgarnesi

10. júní 2022

Í ljósi þess að illa hefur gengið að fá lækna til starfa við heilsugæsluna í Borgarnesi og framundan eru sumarleyfi sjá starfsmenn því miður ekki annað fært en að skerða þjónustuna í sumar vegna manneklu við þá aðila sem ekki eru skráðir á heilsugæslustöðina í Borgarnesi.

Örvunarbólusetning i Borgarnesi

Skert þjónustu felur í sér að einstaklingar eru beðnir að leita á þá heilsugæslu sem þeir eru skráðir hvort sem erindið á við um viðtal/símtal við lækni eða hjúkrunarfræðingi, rannsóknir, lyfjaendurnýjanir eða ungbarnavernd.

Áfram líkt og áður mun starfsfólk heilsugæslunnar ávallt sinna þeirri bráðaþjónustu sem ekki getur beðið annarra úrlausna.

Bent er á netspjall Heilsuveru sem er opið frá 8 til 22 alla daga og símaráðgjöf hjúkrunarfræðinga heilsugæslunnar sem opin er frá 8 til 22 alla daga í síma 5131700.