Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Vesturlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Vesturlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Þjónustutengd fjármögnun - DRG

26. nóvember 2025

Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur falið Sjúkratryggingum Íslands að semja við Heilbrigðisstofnun Vesturlands um þjónustutengda fjármögnun sem byggist á DRG (Diagnosis Related Groups) á sjúkrahússþjónustu HVE á Akranesi.

Miðað er við að samningur öðlist gildi árið 2026 en fjárhagslegt uppgjör samkvæmt honum verður ekki framkvæmd fyrr en árið 2027. Árið 2026 verður notað til innleiðingar á DRG fjármögnun þjónustu á HVE.

Þessi ákvörðun er í samræmi við heilbrigðisstefnu til ársins 2030 um innleiðingu á þjónustutengdri fjármögnun. Sjúkratryggingar Íslands hafa þegar gert samninga við Landspítalann og Sjúkrahúsið á Akureyri um þjónustutengda fjármögnun. Fyrirliggjandi greiningar sýna að sjúkrahús HVE á Akranesi uppfyllir skilyrði fyrir DRG. Þar er auk fyrsta stigs sjúkrahúsþjónustu veitt fjölbreytt sérfræðiþjónusta á sviði lyflækninga, skurðlækninga, bæklunarlækninga, kvensjúkdómalækninga og fæðingarhjálpar, auk endurhæfingar og rannsókna- og myndgreiningarþjónustu.

Fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins funduðu nýlega með stjórnendum HVE vegna þessa og framundan er að skipa samstarfsnefnd SÍ og HVE og setja á fót innleiðningarhóp. Sú góða skráning á kóðuðum gögnum sem fyrir er á sjúkrahúsinu mun án efa auðvelda verkefnið en innleiðing DRG kallar á gæði skráningar, samræmda kóðun klínískrara gagna í sjúkraskrá og fræðslu starfsmanna.