Styrkur úr minningarsjóði Bergþóru Magnúsdóttur og Jakobs Bjarnasonar
25. september 2024
Heilbrigisstofnun Vesturlands hefur hlotið styrk úr minningarsjóði Bergþóru Magnúsdóttur og Jakobs Bjarnasonar. Minningarsjóðurinn er í umsjón embættis landlæknis og úr honum eru veittir styrkir til verkefna sem ætlað er að auka gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu.
Minningarsjóðurinn er í umsjón embættis landlæknis og úr honum eru veittir styrkir til verkefna sem ætlað er að auka gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu.
Hámarksstyrkveiting til einstakra verkefna eru 3,0 m.kr. og hlaut HVE 2.750.000 kr. styrk til þýðingar á alþjóðlega staðlinum ISO 7101 um gæðastjórnun í heilbrigðisþjónustu sem gefinn var út á síðasta ári og einvörðungu er nú tiltækur á ensku.
Styrkurinn var afhentur við lok málþings um sjúklingaöryggi sem haldið var 17. september sl. Það var Alma D. Möller, landlæknir, sem afhenti styrkinn forstjóra HVE, Jóhönnu Fjólu Jóhannesdóttur.
Við erum bæði stolt og þakklát fyrir þennan styrk sem hvetur okkur áfram í vegferð okkar á sviði gæða- og öryggismála.
Meðfylgjandi mynd var tekin á málþinginu í kjölfar afhendingar styrksins.