Starfsmenn kvaddir
30. maí 2025
Starfsmenn sem látið hafa af störfum hjá HVE.

Miðvikudaginn 28. maí bauð framkvæmdastjórn HVE níu starfsmönnum ásamt mökum þeirra til kvöldverðar. Um var að ræða starfsmenn sem látið hafa af störfum á stofnuninni s.l. ár sökum aldurs eða eru að láta af störfum um þessar mundir og eiga að baki langan starfsaldur við stofnunina. Sex starfsmenn sáu sér fært að þiggja boðið.
Forstjóri þakkaði starfsmönnum fyrir hönd stofnunarinnar fyrir framúrskarandi störf, traust og tryggð sem þeir hafa haldið við vinnustaðinn um árabil. Þá var starfsmönnum færður þakklætisvottur frá stofnuninni og óskað velfarnaðar á komandi árum.
Þetta var ánægjuleg kvöldstund og margt skemmtilegt bar á góma í þessari „útskriftarveislu“ eins og einn starfsmannanna komst að orði.
Nöfn starfsmanna:
Brynja Jóhannsdóttir, Akranesi
Fjóla Katrín Ásgeirsdóttir, Akranesi
Guðrún Margrét Halldórsdóttir, Akranesi
Ingibjörg Óskarsdóttir, Akranesi
Katrín Pálsdóttir, Stykkishólmi
Kristný Lóa Traustadóttir, Akranesi
Ragnheiður I. Axelsdóttir, Stykkishólmi
Sigga A. Alfreðsdóttir, Akranesi
Svanhildur Jónsdóttir, Stykkishómi
Á myndinni eru þeir starfsmenn sem sáu sér fært að mæta.
Brynja Jóhannsdóttir, Kristný Lóa Traustadóttir, Ingibjörg Óskarsdóttir, Guðrún Margrét Halldórsdóttir, Katrín Pálsdóttir og Svanhildur Jónsdóttir (talið frá vinstri til hægri).