Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Vesturlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Vesturlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Staðall sem eflir gæði og öryggi í heilbrigðisþjónustu

27. október 2025

Í síðustu viku, 23.október efndi Staðlaráð Íslands til kynningar á alþjóðlega staðlinum ÍST ISO 7101:2023

Gæðastjórnun á heilbrigðisstofnunum sem er fyrsti ISO staðalinn hannaður sérstaklega fyrir heilbrigðisþjónustu og gefinn var út árið 2023. Helga Sigrún Harðardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands kynnti staðalinn, innihald og ávinning sem felst í notkun hans. Garðar Jónsson gæðastjóri á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, kynnti áform HVE um innleiðingu staðalsins í allri starfsemi stofnunarinnar, fór yfir gæðastefnu HVE og hvernig undirbúningur að innleiðingu staðalsins hefur verið fram til þessa.

Staðalinn var þýddur á íslensku að frumkvæði HVE sem fjármagnaði þýðinguna með styrk sem Embætti landlæknis veitti HVE fyrir rúmu ári síðan úr Minningarsjóði Bergþóru Magnúsdóttur og Jakobs Bjarnasonar. HVE lagði til þrjá starfsmenn við þýðingu íslensku útgáfunnar af staðlinum.

Fagstjórn með þýðingu og útgáfu staðalsins skipuðu:

Anna María Káradóttir, lögfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu

Garðar Jónsson, gæðastjóri HVE

Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs

Hulda Gestsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar HVE

Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga HVE

Forsagan er sú að fyrir rúmu ári síðan ákvað framkvæmdastjórn HVE að innleiða þennan staðal til að byggja upp gæðastjórnunarkerfi og vinna að gæðavottun. Staðallinn inniheldur leiðbeiningar um hvernig byggja má upp stjórnunarkerfi sem tryggir sjúklingaöryggi, öryggi starfsfólks og framúrskarandi þjónustugæði. Innihald staðalsins speglast í gæðastefnu HVE en þar sem segir „Við tryggjum gæða- og öryggisvitund á öllum stigum þjónustunnar og vinnum í samræmi við alþjóðlega staðalinn ISO 7101:2023 um gæðastjórnun í heilbrigðisþjónustu“.