Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Vesturlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Vesturlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Lionsklúbburinn á Akranesi afhendir gjafir

14. apríl 2025

Þann 8. apríl síðastliðin komu 28 meðlimir Lionsklúbbs Akraness í heimsókn og færðu sjúkrahúsi HVE á Akranesi veglega gjöf.

Lionsgjöf 08.04.25

Um er að ræða Carescape Canvas hjartamonitor frá GE, Vitascan cVue blöðruskanna fyrir slysadeildina og tvö sjúkrarúm fyrir kvennadeildina. Heildarverðmæti gjafanna er rúmar 5 m.kr.

Jón S. Svavarsson formaður klúbbsins afhenti gjafabréf sem Fritz H. Berndsen yfirlæknir slysadeildar, Sigrún Guðný Pétursdóttir deildarstjóri slysadeildar og Hulda Gestsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar veittu viðtöku og sögðu síðan stuttlega frá því hvernig þessi tæki nýtast í starfseminni. Forstjóri þakkaði fyrir þessa veglegu gjöf og þann einstaka stuðning sem Lionsklúbburinn hefur veitt sjúkrahúsinu með árlegum gjöfum síðustu áratugi. Loks var framreiddur kvöldverður sem Bjarni, Íris og Karítas töfruðu fram.

Á myndinni eru frá vinstri Örlygur Stefánsson formaður áhaldakaupasjóðs, Hulda Gestsdóttir, Sigrún Guðný Pétursdóttir og Jón S. Svavarsson formaður Lionsklúbbsins.