Fara beint í efnið

Framkvæmdastjóri lækninga

21. júní 2023

Sigurður Einar Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri lækninga á Heilbrigðisstofnun Vesturlands og mun hefja störf 1. september n.k.

Sigurður Einar Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga

Sigurður Einar hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra lækninga og handlækningasviðs á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) frá árinu 2012 og hefur mikla stjórnunarreynslu og víðtæka þekkingu á starfinu. Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum umbótar- og gæðaverkefnum við mótun starfseminnar á SAk á liðnum árum auk þróunar á rafrænni sjúkraskrá, fjarheilbrigðisþjónustu og gæðavottun SAk svo fátt eitt sé nefnt.

Sigurður lauk læknanámi frá Háskóla Íslands árið 1987. Hann fékk sérfræðileyfi í svæfinga- og gjörgæslulækningum í Svíþjóð árið 1995 og á Íslandi árið 1997 en auk þess er hann með diplomanám í heilbrigðisvísindum með áherslu á stjórnun.

Sigurður Einar er boðinn velkominn til starfa á Heilbrigðisstofnun Vesturlands.