Fara beint í efnið

Framkvæmdastjóri hjúkrunar

26. júlí 2023

Hulda Gestsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands frá 1. október n.k.

Hulda Gestsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar

Hulda Gestsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands frá 1. október n.k.

Hulda útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá HÍ árið 2003 og hefur mikla klíníska starfsreynslu. Hún lauk meistaranámi í heilsugæsluhjúkrun árið 2018, er með diplómanám í kennslufræði heilbrigðisgreina og stundar meistaranám í hjúkrunarstjórnun, rekstri og mannauðsstjórnun.

Hún starfaði á HSU á árunum 2002- 2006, lengst af sem verkefnastjóri á slysavarðstofu og var deildarstjóri ung- og smábarnaverndar á Heilsugæslunni Mosfellsbæ 2009- 2012. Á árunum 2012-2014 starfaði hún á handlækningadeild HVE en var árið 2014 ráðin verkefnastjóri hjúkrunarstýrðar móttöku á heilsugæslustöðinni á Akranesi þar sem hún hefur starfað síðan og nú síðast yfirhjúkrunarfræðingur frá því 1. júní 2022.

Samhliða störfum á heilsugæslunni var Hulda verkefnastjóri fjarheilbrigðisþjónustu HVE frá 2019 -2022 og hefur verið í fagráði Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu frá 2018.

Hulda er boðin velkomin í nýtt starf á Heilbrigðisstofnun Vesturlands.