Aðalfundur hollvinasamtaka HVE
29. september 2025
Aðalfundur hollvinasamtaka HVE verður haldinn 1.október kl. 16:00 í fundarsal HVE

Hollvinasamtök HVE halda áfram að styrkja heilbrigðisþjónustu á Vesturlandi.
Frá stofnun hafa samtökin afhent tæki og búnað að andvirði yfir 82 milljónir króna – allt sem hefur bætt þjónustu fyrir íbúa svæðisins. Nú stendur til að safna fyrir nýrri BiPAP öndunarvél fyrir lyflækningadeild sjúkrahússins á Akranesi. Vélin, sem kostar um 3,5 milljónir, er lífsnauðsynleg fyrir sjúklinga með öndunarerfiðleika og hjartabilun.
Á aðalfundir hollvinasamtakanna sem haldinn verður 1. október kl. 16:00 í fundarsal HVE á Akranesi, þar sem verkefnið verður kynnt nánar. Við hvetjum íbúa og fyrirtæki til að taka þátt og styðja áfram við starfseminna – saman getum við gert gæfumun!
Áhugasamir geta tekið þátt með því að greiða hóflegt árgjald í samtökin.
Stjórn hollvinasamtaka HVE skipa núna: Skúli G. Ingvarsson, Ólafur Adolfsson, Sævar Freyr Þráinsson, Ingibjörg Valdimarsdóttir og Helga Fríða Tómasdóttir

