Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Vesturlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Vesturlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Vesturlands

Þingmenn heimsóttu HVE á ferð sinni um landið í kjördæmaviku

24. febrúar 2025

Þingmenn heimsóttu HVE á ferð sinni um landið í kjördæmaviku

481050805 1803067383785362 8425065878610383490 n

Á mánudaginn kom þingflokkur Viðreisnar auk starfsmanna í heimsókn á HVE. Í hópnum voru Maríu Rut Kristinsdóttur alþingismaður í Norðvesturkjördæmi, Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og alþingismennirnir Eiríkur B. Björgvinsson, Grímur Grímsson, Ingvar Þóroddsson, Jón Gnarr og Sigmar Guðmundsson.

Á miðvikudaginn komu síðan þrír alþingismenn Samfylkingar í heimsókn. Þetta voru þau Arna Lára Jónsdóttir alþingismaður í Norðvesturkjördæmi, Dagur B. Eggertsson alþingismaður í Reykjavík norður og Ragna Sigurðardóttir alþingismaður í Reykjavík suður.

Fulltrúar framkvæmdastjórnar tóku á móti gestunum og kynntu þeim þá öflugu og fjölbreyttu starfsemi sem er á stofnuninni. Þetta voru ánægjulegar heimsóknir og gott tækifæri til samtals við áhugasama alþingismenn kjördæmisins sem og annarra kjördæma.

Samfylkingin