Fara beint í efnið

Vistvæn ökutæki í samræmi við stefnu stjórnvalda í loftlagsmálum

30. mars 2023

HSU skiptir út ökutækum í vistvæn ökutæki

Rafmagnsbílar

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur unnið markvisst að stefnumálum innan stofnunarinnar og er eitt markmið okkar að efla vistvænan rekstur. Stofnunin fylgir einnig eftir aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftlagsmálum og grænum skrefum og skiptir út ökutækum stofnunarinnar fyrir vistvænni ökutæki.

Ökutækin eru fyrst og fremst notuð fyrir utanspítalaþjónustu ásamt annarri starfsemi stofnunarinnar. Í dag komu þessir 3 rafmagnsbílar til okkar og erum við nú með 16 slíka hjá okkur. 

Stefnt er að því að fara í útboð í haust á vistvænum forgangsakstursbílum en slíkt þarfnast fyrst reynslu áður en þeim er skipt út. 

Við fögnum þessum frábæru umhverfisvænu skrefum 🙂

Rafmagnsbílarnir