Vel heppnaður Nýsköpunar- og vísindadagur
21. febrúar 2024
Nýsköpunar- og vísindadagur
Þann 20. febrúar var haldinn Nýsköpunar- og vísindadagur HSU í fyrsta sinn.
Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra opnaði daginn og fagnaði framtaki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands að standa fyrir degi sem þessum. Þökkum honum fyrir komuna.
Alls voru flutt eftirfarandi níu erindi um nýsköpunarverkefni sem hafa nýlega verið innleidd eða eru í innleiðingu á stofnuninni:
Leviosa: Nýtt sjúkraskrárkerfi
Dignio: Fjarheilbrigðisþjónusta
Nýtt verklag á HSU: Endurbætt ferli vegna móttöku þolenda ofbeldis
Heimaspítali
Krabbameinslækningar á Suðurlandi
Gervigreind í myndgreiningu
Slag innan tímamarka
Geðheilsuvernd á meðgöngu
Heilsa og næring barna
Langflest erindin voru haldin af starfsfólki HSU og öll til fyrirmyndar.
Heilbrigðisstofunun Suðurlands er stöðugt að leita nýrra leiða til að þjóna samfélaginu og leggur ríka áherslu á rannsóknir og þróun í nýsköpun til að efla gæði þjónustunnar.
Starfsfólk stofnunarinnar býr yfir ótrúlegri orku sem er lykillinn í að ná árangri á þessari vegferð en það hefur unnið að fjölda spennandi verkefna sem voru kynnt í gær.
Alls sóttu um 200 manns viðburðinn og þökkum við öllum kærlega fyrir sem sáu sér fært að taka þátt í þessum degi með okkur.