Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Vel heppnaðir Stjórnendadagar á Selfossi

14. október 2025

Þetta er fimmta árið í röð sem stjórnendur deilda frá öllum starfstöðvum HSU koma saman á Stjórnendadögum.

Hluti af stjórnendum HSU ásamt Magnúsi Hlyn eftir skoðunarferð um Miðbæinn.

Yfir fjörutíu stjórnendur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands komu saman í síðustu viku á árlegri vinnustofu sem ber yfirheitið Stjórnendadagar. Lykilþema Stjórnendadaga í ár var stefnumótun, fjármál og mannauður og erindin lituð af þeim.

Forstjóri HSU, Díana Óskarsdóttir, kynnti framtíðarstefnu HSU til ársins 2030 og út frá henni hófst stefnumótunarvinna meðal stjórnenda í litlum hópum. Afbragðs góðar umræður sköpuðust og fullt af tækifærum litu dagsins ljós sem unnið verður áfram með. Jafnframt verður horft til hugmynda starfsfólks og hagaðila stofnunarinnar sem skipta sköpum í áframhaldandi mótun stefnunnar.

Margrét Björk Svavarsdóttir, fjármálastjóri, fór yfir rekstrarmál og kynnti þau verkfæri sem eru til. Thelma Gunnarsdóttir yfirsálfræðingur kynnti fyrir hópnum nýtt fyrirkomulag í sálfræðiþjónustu og sagði frá spennandi fjögurra ára samstarfsverkefni milli HSN, HVE og HSU.

Stjórnendur fengu líka fyrirlestur frá Mental um geðheilbrigði á vinnustað, ásamt öðrum erindum og að lokum var farið í heimsókn á Móberg.

Á þessum dögum myndast gullin tækifæri til umbóta þvert á stofnunina og sú samvinna sem myndast ýtir enn frekar undir tengsl milli deilda, stjórnenda og starfsstöðva.