Fara beint í efnið

Tómstundafulltrú Hraunbúða í Vestmannaeyjum fær hvatningarverðlaun

30. maí 2024

Nýverið hlaut tómstundafulltrúi hjúkrunarheimilisins Hraunbúða hvatningaveðlaun Fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar

Hvatningaverðlaun

Sonja Andrésdóttir starfar sem tómstundafulltrúi á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum og hlaut á dögunum hvatningarverðlaun Fræðsluráðs Vestmannaeyjabæjar fyrir að koma á góðu og skemmtilegu samstarfi milli Hraunbúða og leikskólans Kirkjugerðis.

Í hverri viku fer hópur af börnum af eldri deildum Kirkjugerðis í heimsókn á Hraunbúðir og hittir heimilsfólk Hraunbúða, föndrar með þeim, spjalla, syngja ofl. Verkefnið er farsælt og hefur gefist vel, eflir m.a. félagsþroska barnanna og kennir þeim samfélagslega ábyrgð.

Sonja er lengst til vinstri á myndinni ásamt fulltrúum leikskólans Kirkjugerðis og Bjargsins dagdvalar í Vestmannaeyjum sem einnig fengu verðlaun.