Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Þjónustukönnun ríkisins

8. janúar 2025

Nú er SMS sent til skjólstæðinga með þjónustukönnun eftir tímabókanir.

Mynd af brosköllum á takkaborði

Í nóvember hóf HSU þátttöku í þjónustukönnun ríkisins sem er ný leið til að kanna upplifun af þjónustu ríkisstofnana. Spurt er um hvernig viðkomandi líkaði þjónustan, hvernig viðmót starfsfólks var, um áreiðanleika þeirra upplýsinga sem fólk fékk í heimsókninni og fleira.

Niðurstöður könnunarinnar eru nýttar til að rýna þjónustu hverrar starfsstöðvar og HSU í heild með það að markmiði að fylgjast með þróun og bregðast við ef gera þarf breytingar á þjónustu.

Hægt er að svara könnuninni með QR kóða sem nálgast má á heimasíðu HSU www.hsu.is en kóðinn hangir einnig uppi á starfsstöðvun stofnunarinnar. Því til viðbótar fá skjólstæðingar sem eiga bókaðan tíma sent sms að lokinni komu með upplýsingum um könnunina og boði um þátttöku.

Við hvetjum þau sem sækja þjónustu hjá HSU til að taka þátt og svara þjónustukönnuninni.