Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Þessi frétt er meira en árs gömul

Stórglæsileg nýuppgerð ljósmæðra- og fæðingardeild á Selfossi

8. desember 2023

Framkvæmdir

Ljósmæðravakt HSU Selfossi er búin að standa í frábærum breytingum síðustu vikur.

Fæðingarstofan er nú komin inn á gang ljósmæðra- og fæðingardeildarinnar, mæðraverndin var færð um herbergi og til varð þá auka vinnurými sem er kallað Freyjukot. Svítan (sængurlegu herbergið) færðist til og svo er Hálsakot, annað vinnurými þar sem tekið er á móti göngudeildarkomum og meðgönguvernd. Leghálsskimanir fara einnig fram á deildinni ásamt 5 daga barnalæknisskoðunum. Það er fjölbreytt starfsemi á deildinni og eru öll hartanlega velkomin ❤️ 

Ljósmæður á HSU hafa fjölþætt verksvið. Þær annast almenna mæðravernd ásamt eftirliti með meðgöngutengdum vandamálum í samráði við Landspítala. Þær veita símaráðgjöf til barnshafandi kvenna og skimun fyrir leghálskrabbameini. Ljósmæður sinna mæðravernd á öllum heilsugæslustöðvum HSU.

Tekið er á móti börnum allan sólarhringinn og sængurkonum og börnum þeirra er sinnt í sængurlegu.

Fæðingardeild HSU á Selfossi er fæðingardeild sunnlendinga.

Hér geta allar konur fætt eigi þær eðlilega meðgöngu að baki og ef fæðingu ber eðlilega að.

Á fæðingardeildinni starfa reyndar ljósmæður sem leggja sig fram um að skapa heimilislegt andrúmsloft en gæta þó á sama tíma fyllsta öryggis móður og barns.

Nánar um deildina má lesa hér.

Nokkrar myndir af nýuppgerðri ljósmæðra- og fæðingardeild

Freyjukot :)

Fæðingarstofan

Svítan (sængurlegan)

Mæðravernd


Myndir af opnunardegi deildarinnar

Björk Guðmundsdóttir, yfirljósmóðir sýnir Svanborgu Egilsdóttur, fyrrum yfirljósmóður á HSU nýju aðstöðuna.