Fara beint í efnið
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða
Heilbrigðisstofnun Suðurlands Forsíða

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Stórefld þjónusta í síma 1700 og með netspjalli

21. júní 2023

Ef þú ert óviss, hvert hringir þú? Í síma 1700 eða leitaðu á netspjall Heilsuveru. Í neyðartilvikum 112.

1700 frettatilkynning

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ýtti í dag úr vör kynningarátaki á stóraukinni þjónustu og ráðgjöf um heilsutengd málefni í símanúmerinu 1700 og á netspjalli Heilsuveru. Markmiðið með eflingu þjónustunnar er að auka þjónustu við almenning með heilbrigðistengdri ráðgjöf og vegvísun í viðeigandi þjónustu.

Hjúkrunarfræðingar og annað sérþjálfað starfsfólk Upplýsingamiðstöðvar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Læknavaktarinnar svara símtölum frá almenningi allan sólarhringinn, leysa úr erindum og benda á hvar viðkomandi getur sótt sér þjónustu ef þörf er á. Reynslan af þessari þjónustu sýnir að hægt að leysa úr sífellt stærri hluta erinda með fjarlausnum sem er betri þjónusta fyrir einstaklinginn og dregur jafnframt úr álagi á heilbrigðiskerfið.

Sjá nánar í frétt á síðu Stjórnarráðs Íslands